Strandstígur í vestanverðum Grafarvogi. Tengir saman strandstíga í Grafarvogi.

Strandstígur í vestanverðum Grafarvogi. Tengir saman strandstíga í Grafarvogi.

Strandstígar sem eru vel tengdir í báðar áttir eru með vinsælustu stígum í Reykjavík. Það liggja stígar við ströndina að norðan og sunnan í Grafarvogshverfi en notkunargildi þeirra má stórauka með því tengja þá saman með strandstíg að vestanverðu. Leggja má stíg undir Gufuneshöfða fyrir neðan Hamrahverfið. Þaðan að Gufunesi. Meðfram Sorpuvegi og beint norður að gamla Gufunesvegi. Þaðan að Strandvegsstígnum að norðan.

Points

Til að komast að vestanverðu á milli strandstíga við sunnanvert og norðanvert Grafarvogshverfi þarf að fara á mjög varasömum stað yfir Borgarveg þar sem vegurinn liggur í U-laga beygju og hraði bíla er mikill. Verði þessi nýji stígur lagður þarf hvergi að fara yfir umferðargötu til að komast á milli norður- og suður-stíga.

Við sjóinn neðan við Hamrahverfið liggur grófur malarstígur sem má byggja á. Frá honum liggur slóði að Gufunesi sem sömuleiðis má byggja á - Það er ekki eftirsóknarvert að halda áfram meðfram sjónum framhjá ruslahaugunum og vinnslusvæði Sorpu. Gamla Gufunesveginn má einnig nýta. Mynd má sjá á: https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10202102332999865&set=a.1170270436956.21390.1833858986&type=1&theater

https://www.betrireykjavik.is/ideas/3953-stra

Ómerkileg lausn þar sem betra blasir við. Mun meira spennandi er að halda áfram til norðurs meðfram ströndinni, framhjá höfuðstöðvum Sorpu og gömlu áburðarverksmiðjunni. Þar er flott strönd sem að vísu er full af hroða og sóðaskap. Þar er mjög laglegur klettahöfði þar sem opnast inn í Eiðsvíkina og skemmtileg tenging þaðan inn á göngu- og hjólastíga inn við eiðið. Núverandi tillaga er nánast slæm, alveg laus við metnað og lengir bið eftir alvöru strandstíg á fallegri leið sem stæði undir nafni.

Ég hef oft hjólað frá Elliðaám inn að ströndinni við Geldinganes og svo áfram meðfram ströndinni að Mosfellsbæ. Þetta er ákaflega falleg leið og rós í hnappagat borgarinnar. Það eru ákveðin lífsgæði í því að eiga kost á að labba/hlaupa/hjóla meðfram ströndinni, og þessi leið er síst ómerkilegri (þó fáfarnari) en Elliðavogs-Ægissíðu leiðin. Ein ástæða þess að hún er minna notuð er að það vantar almennilega tengingu á stuttum kafla þegar komið er inn Grafavogshverfið. Þessi tillaga bætir þar úr.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information