Hjólagrindur verði settar við Hörpu.

Hjólagrindur verði settar við Hörpu.

Hjólagrindur verði settar við Hörpu.

Points

Það er kominn tími til að reikna með hjólandi fólki í Hörpu. Það er oft hvasst þarna og hjól gætu hæglega fokið á gluggana og út í buskann líka. Hef tvisvar skrifað í Hörpu og nefnt þetta, en ekkert verið gert.

Það eru reyndar hvassar málmgrindur sem ekkert halda við hjólin og rispa þau bara sem hjólandi gestum er boðið upp á og mér er sagt að fólk sé rekið úr bílageymslunum láti það sér detta í huga að ætla þangað inn með hjólin sín. Sjá umfjöllun hér: http://blogg.smugan.is/hjolablogg/2011/10/20/er-folk-velkomid-i-horpu-a-hjolum/

Bæði betra bara? Annars er þessi hugmynd núþegar inní kerfinu held ég.

Væri ekki betra að fá stæði inni í bílageymslunni, þar sem er þurrt og hægt væri að hafa eftirlit með hjólunum - (ég væri meiraðsegja til í að borga fyrir það eins og ökumenn borga fyrir bílastæði, ef ég þyrfti á því að halda). Það ætti að vera auðvelt mál að taka frá eitt stæði í kjallaranum nálægt gæslumönnunum.

Mikil þörf á þessu, og hafa hjólagrindurnar almennilegar, ekki grindur fyrir framdekk sem skekkja gjarðirnar í roki eða þegar einhver rekst á hjólið.

Það er ævintýralegt hversu miklu fé og plássi hefur verið eytt í einkabílamál í Hörpu, þar sem ekki er ein einasta hjólagrind við glerhúsið! Það verður að laga þetta strax - annað er mjög óréttlátt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information