Fjölga og lagfæra leikvöll í Rauðagerði

Fjölga og lagfæra leikvöll í Rauðagerði

Leikvöllurinn í Rauðagerði samanstendur af einungis þremur frekar þreyttum tækjum. Það vantar fjölbreyttari tæki, s.s. rólur fyrir yngsta aldurshópinn (róla sem ekki er hægt að detta út) og klifurgrind (monkey bar) fyrir eldri aldursflokkinn ásamt rennibraut fyrir þau eldri og leikshúsi sem börn geta gleymt sér í og sandkassa. Stórdekkjaróla er einnig vinsælar hjá eldri börnum. Pláss er fyrir fjölbreyttari tæki (t.d. googla vel heppnaða leikvelli út í heimi :) og viðbótarbekk á þessu svæði.

Points

Leikvöllurinn í Rauðagerði er í grónu barnahverfi en hann er frekar úrsérgenginn og sárlega í þörf fyrir fjölbreyttari tæki sem myndu henta yngri aldurshópum. Ljóst er að leikvöllurinn gæti orðið miðstöð hverfisins enda á skjólgóðu svæði í hverfi sem er með vaxandi barnafjölda. Erlendis sá maður víða frumlega gerða leikvellil sem urðu bæði vinsælir hjá börnum en einnig hjá fullorðnum sem gátu hittst á góðum leikvelli og varið deginum þar. Slíkt sárlega vantar hér.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information