Aukin áhersla á kennslu kynjafræði í framhaldsskólum

Aukin áhersla á kennslu kynjafræði í framhaldsskólum

Aukin áhersla á kennslu kynjafræði í framhaldsskólum

Points

Með aukinni þekkingu má bæta svo ótalmargt í samfélaginu okkar. Grundvöllur fyrir því að ná fram jafnrétti kynjanna felst fyrst og fremst í fræðslu. Það að bjóða upp á kynjafræði í öllum framhaldsskólum, jafnvel hafa það sem skyldufag -og/eða hafa aukinn hlut kvenbaráttu í sögu er stórt og gott skref í rétta átt. Í viðhengi má sjá eina af mörgum fréttum um upplifun Jóns Karls Einarssonar, nema í Borgarholtsskóla, eftir að hafa tekið kúrs í kynjafræði. Lærum af því sem hann hefur að segja.

Eðlilegast fyndist mér að þessi fræði yrðu fléttuð inn í aðrar greinar og t.d. saga kvenna og kvennabaráttu fengi eðlilega athygli í sögukennslu strax í grunnskóla, auk þess sem kynjafræði ætti að kenna amk í framhaldsskólum, mögulega efstu bekkjum grunnskóla. En einhvers staðar þarf svo sem að byrja og þá eru kúrsar í framhaldsskólum líklega fínn staður.

Þetta er ágætishugmynd, en er þetta ekki rangur vettvangur? Framhaldsskólar eru ekki á forræði borgarinnar. Hinsvegar myndi ég styðja hugmynd á þessum vef um að kenna kynjafræði í grunnskólum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information