Færa biðstöð strætisvagna í Lækjargötu

Færa biðstöð strætisvagna í Lækjargötu

Strætisvagnar á leið norður Lækjargötu stöðvi á strætóakreininni við umferðarljósin við Bankastræti/Austurstræti í stað sérstöðvar við MR. Leysir líka af biðstöðina Stjórnarráð neðst í Hverfisgötu.

Points

Frá umferðarljósum við Skólabrú að Bankastræti eru 130 metrar en þar á milli stöðva vagnar á við MR. Fljótlegra væri að hafa biðstöðina á forgangsrein strætó við ljósin við Bankastræti (80 m norðar). Sameina þar með biðstöðvarnar MR og Stjórnarráð neðst við Hverfisgötu enda sú stöð erfið og innan við 100 m frá Bankastræti. Biðstöðvar í gagnstæðar áttir yrðu hvor sínu megin við ljósin sem er rökréttara fyrir notendur. Misnotkun á forgangsrein strætó yrði mun minni þegar hún verður biðstöð.

Eins mætti láta sérrými almenningsvagna hefjast sunnan Bókhlöðustígs þar sem vagnstöðin er. Yfirborðsmerkingarnar sjást oft illa og réttast væri að auðkenna þær með rauðu malbiki eins og víðar. Ætli það komi ekki í næstu endurgerð slitlagsins.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information