Stíflustefnustikurnar

Stíflustefnustikurnar

Á horni Hofsvallagötu og Hringbrautar eru stíflustefnustikur til að koma í veg fyrir að gerlegt sé að beygja í austur. Þarf að bíða eftir að umferð í vesturátt komist yfir. Lagt fram í fyrra og fékk meiri þátttöku heldur en 25. Er því enn hamrað á þessu núna. Bauðst til að taka þær þá niður fyrir núll kall, svo ekki ætti kostnaður að vera til trafala. Myndi halda mig gersamlega innan kostnaðaráætlunar, og ekki fara neitt fram úr henni -:)

Points

Á horni Hofsvallagötu og Hringbrautar eru stíflustefnustikur til að koma í veg fyrir að gerlegt sé að beygja í austur. Þarf að bíða eftir að umferð í vesturátt komist yfir. Lagt fram í fyrra og fékk meiri þátttöku heldur en 25. Er því enn hamrað á þessu núna. Bauðst til að taka þær þá niður fyrir núll kall, svo ekki ætti kostnaður að vera til trafala. Myndi halda mig gersamlega innan kostnaðaráætlunar og ekki fara neitt fram úr henni -:)

Gersamlega sammála þessu! Það er fáránlegt að þurfa að bíða með hægri beygju á Hofsvallagötu, eftir að allir sem ætla að beygja til vinstri eru komnir yfir Hringbrautina. Burt með stikurnar sem stífla allt!

Hindrun á umferð þarna hefur ekki annan tilgang en þann að fara ofboðslega í taugarnar á fólki. Nóg pláss er fyrir hjól á gagnstétt. (Ég hef aldrei séð hjól þarna).

Leit á aðstæður á háannatíma í feðraorlofi um árið. Þá komust um 9-11 bílar yfir gatnamótin þegar allt var eðlilegt. Einstaka bílar beygðu til vinstri en þeir voru það sjaldgæfir að það tafði ekki umferð. Lungi allra bíla ók áfram eða beygði til hægri svo hverfandi þörf er á beygjuakrein. Hins vegar kom það vissulega reglulega fyrir að mun færri bílar komust yfir gatnamótin. Mögulega er það þetta sem fólk kennir beygjuakreinaleysinu um, en í raun var orsökin önnur: Fólk sat límt við símann.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information