Lúpínuna burt af Úlfarsfellinu

Lúpínuna burt af Úlfarsfellinu

Ég legg til að næsta sumar verði hópar frá Vinnuskólanum sendir á Úlfarsfell til þess að uppræta lúpínuna þar. Þessa ágæta planta er á góðri leið með að þekja fellið algjörlega og fela þannig þá fallegu, íslensku náttúrumynd sem þar finnst. Fjólublátt Úlfarsfell er ekki falleg framtíðarsýn. "Að ósi skal á stemma", sagði Þór þegar hann stóð í ánni Vimur með vatnið upp á herðum. Við erum í þeirri stöðu gagnvart lúpínunni og verðum því að koma böndum á þessa mikilvirku Gjálp okkar tíma.

Points

Íslensk náttúrumynd hopar víða undan ágangi lúpínunnar og hverfur í 40-60 ár ef ekkert er að gert. Veljum Úlfarsfell, sem er að vaxa að vinsældum sem útivistarsvæði Reykvíkinga, og búum þar til griðastað fyrir melana, mosann, rjúpuna og alla þá flóru af fallegum plöntum sem þar er að finna á meðan lúpínan þekur landið annars staðar. Stöndum vörð um stað hvar næsta kynslóð getur séð eitthvað annað en breiður af fjólublárri lúpínu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information