Gosbrunn með landvættunum á Lækjartorg.

Gosbrunn með landvættunum á Lækjartorg.

Points

Það er ekkert kaldara hér á veturna en í td. Danmörku þar sem gosbrunnar eru algeng sjón. Gosbrunnar þjóna fleiri en einum tilgangi og eru ekki aðeins til þess að kæla sig niður, það getur verið afslappandi og róandi að hlusta á rennandi vatn og svo eru þeir augnayndi. Hvað með að hafa gosbrunn á skjólstæðum stað með landvættunum, þarf ekki að vera á Lækjartorgi.

Þetta er ein besta hugmynd sem ég veit til að fegra miðbæinn. Ítalir eru fagurkerar af guðs náð og við eigum langt í land þar en með þessu færum við skrefi nær.

Gosbrunnur og útikaffihús á sumrum þar sem borð og stólar eru í básum umhverfis gosbrunninn og e.t.v. þak yfir sem taka mætti niður á góðvirðisdögum, skapar eftirsóknarvert afslappandi andrúmsloft á Lækjartorgi. Gosbrunnurinn prýddur landvættunum fjórum gæti orðið einn af kennileitum Reykjavíkur. Hann mætti hanna þannig að ekki væri hægt að vaða í honum til að koma í veg fyrir óæskilega hegðun. Blómaker til prýðis Efna mætti til samkeppni meðal listamanna til að hanna gosbrunninn.

og nota tækifærið til að segja sögu þeirra. ( tengist hugmyndinn Hvernig er hægt að fergra Lækartorg ? )

Því miður önnur af 2 ástæðum fyrir gosbrunnum gera þetta ófýsilegt. Eins og Bjartmar segir hér er of kalt en brunnar eru mikið notaðir til kælingar í almannarými og hér yrði úðinn frá þeim í vindi hvimleiður. Svo er nú hreinlætisstig landans á lækjartorgi það ömurlegt að þetta yrði á stundum forarvilpa.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information