Sjálfbærar ofanvatnslausnir í Grafarholti

Sjálfbærar ofanvatnslausnir í Grafarholti

Hugmyndin er að prófa að aftengja niðurfall frá þaki og búa til regngarð, og/eða "plöntubox" í götu, þar sem regnvatnið frá götu rennur í gegnum skurð í kantstein í beð með plöntum, til dæmis á vatnasviði Úlfarsá. Fleiri upplýsingar um svokallað græn infrastruktúr eru að finna t.d. á vef bandaríska umhverfisstofnunar : http://water.epa.gov/infrastructure/greeninfrastructure/gi_what.cfm

Points

Í Grafarholti og Úlfarsárdal er mikið pláss en einnig mikið af þéttum flötum, húsþökum, götum og bílastæðum. Í rigningunni getur vatnið þaðan ekki síast ofan í jörðina, heldur fer í niðurföll, og þaðan í gegnum ræsi óhreinsað og hratt í næsta á, eða í fjörina. Ofanvatnið úr Grafarholti endar í Úlfarsá, í Grafarlæk og í Grafarvogi. Þegar ofanvatnið væri látið síast ofan í jörðina með því að aftengja niðurfall, þá yrði það hreinsað á náttúrulegan hátt og skilaði sér með jafnara móti í ána.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information