Setja tvær hraðahindranir á Reynisvatnsveg. Setja gangbrautir á Reynisvatnsveg þar sem strætisvagnastoppustöðvar eru. (Reynisvatnsvegur og Reynisvatnsvegur Katrínarlind). Strætisvagnaleið nr. 18 gangi á 15 mínúntna fresti á álagstímum Einnig að sú leið gangi ekki lengra en upp að Korputorgi. Leið 26 gangi á 30 mínútna fresti og gangi alla leið í mjódd. Aðeins tenging í Spöng er mjög takmarkandi og akstur á 60 mínútna fresti er fráleitur möguleiki á samgöngum.
Strætisvagnaleið nr. 18 aki ekki að Korputorgi eftir lokun verslanna. Þessi leið má halda áfram að fara í Háholt en mætti stoppa við Lágafellslaug.
Ég er margoft var við það að bílar aki eftir Reynisvatnsveginum hátt á 150 km/klst hraða (eða jafnvel hraðar) og er eina mögulega leiðin til að hægja á þessum hraðakstri er að setja hraðahindranir. Besti möguleiki sem væri í þessari stöðu er að staðsetja þær, ásamt gangbrautum og viðeigandi merkingum á götu og skiltum, þar sem stoppustöðvar Strætó eru við veginn. Það myndi auka öryggi þeirra sem þurfa að ganga yfir þennan veg til þess að komast leiðar sinnar með almennings samgöngum.
Í stað þess að leið 18 gengi í gegnum Grafarvog og Mosfellsbæ þá gæti hann gengið almennilega í Úlfarsfellið.
Ég er sammála með Úlfarsfellið
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation