Endurbætur á leiksvæði í Húsahverfi

Endurbætur á leiksvæði í Húsahverfi

Endurbæta þarf leiksvæðið fyrir ofan skíðabrekkuna í Húsahverfi með nýjum leiktækjum eins og kastala, snúningstæki, rólum og vegasalti. Eins ætti að nýta grasflötinn með því að setja upp fótboltamörk og frisbí-körfur.

Points

Það er mikilvægt heilsu okkar að hafa góð útivistarsvæði. Þetta leiksvæði í Húsahverfi er á frábærum stað fyrir ofan skíðabrekkuna. Börnin í hverfinu vilja hittast á þessu leiksvæði en þegar vinsæla leiktækið var tekið og annað ekki sett í staðinn dregur því miður úr áhuga þeirra á að nýta þetta leiksvæði. Mikilvægt er að halda leiksvæðum í góðum horfum þannig að þau nýtist sem best. Öll viljum við auka útiveru barnanna okkar. Styðjum við þau með bættri aðtstöðu fyrir þau.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information