Gangstéttir meðfram umferðargötum

Gangstéttir meðfram umferðargötum

Gangstéttir meðfram umferðargötum

Points

Um Suðurlandsbraut fara um þónokkrir strætisvagnar og þar eru staðsett alls kyns fyrirtæki sem nær ómögulegt er að nálgast nema á bíl. Frá glæsibæ og niður að Engjateigi í átt að miðbæ, hægra megin götunnar, er hreinlega engin gangstétt og hinu megin er lítið annað en bílastæði og innkeyrslur. Grensásvegurinn er svipaður og setur maður sig þar í bráða hættu fótgangandi, svo ekki sé minnst á Skeifuna.

Ég asnaðist til að hjóla Grensásveg um daginn. Geri það ekki aftur!

Sæbrautin er önnur gata ófær fyrir gangandi vegfarendur. Algert klúður hvernig gengið var frá skilunum milli Kleppsvegs og Sæbrautar með tilliti til þessa og augljóslega aðeins hugsað um bílaumferð eins og víða annars staðar.

Þetta er einstaklega óþægilegt þegar maður er t.d. í rigningu með barnavagn og annað barn í "eftirdragi" að reyna að komast áfram í blautu grasi, hlaupandi á milli strætóstoppistöðva. Ég held að þetta séu einhverjar leyfar frá gamalli stefnu borgarinnar um að gera bílaumferð hraðari með því að gera gangandi vegfarendur ósýnilega. Það voru byggðar brýr yfir umferðargötur og göngustígar sem hvort tveggja er almennt svo úr leið að maður forðast að nota það. Hér hefur ekki verið tekið með í reikninginn að gangandi vegfarendur eru líka að flýta sér og ekki alltaf í einhverri heilsubótargöngu eins og skipulagið gerir ráð fyrir.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information