Lagfæring á göngubrú við Breiðholtsbraut
Þessi brú svarar ekki kröfum tímans. Hún er hættuleg yfirferðar, sérstaklega á veturna. Sjálfur fer ég þarna um daglega á reiðhjóli til og frá vinnu. Þarf auðvitað að fara af hjólinu og teyma það yfir sem er erfitt í hálku. Hef sent borginni óskir um úrbætur við litlar undirtektir. Þó er víst búið að teikna nýja brú sem á að kosta 70 milljónir ef ég man rétt. Ætli hún sé úr gulli?
Göngubrúin við hlið Breiðholtsbrautar yfir Elliðaá tengir Norðlingaholt, Breiðholt og Kópavog saman. Hins vegar er hún að komast til ára sinna og eru ramparnir upp á hana mjög brattir og erfitt að fara upp og niður hana með t.d. barnavagna eða hjól, sérstaklega hjól með tengivagni. Tillagan er því sú að breyta römpunum upp á brúna þannig að þeir séu mun meira aflíðandi og auðveldara að fara yfir hana. Það yrði mikil samgöngubót milli hverfanna þriggja.
Sammála Þarna er mikið notuð göngubrú í einu vinsælasta útivistarsvæði Reykjavíkur. Ekki nóg með að útlit hennar sé farið að láta mikið á sjá þá er eins og kemur fram hér að ofan oft torvelt fyrir fólk að fara þarna yfir.
Mér líst vel á þetta, og augljóslega fleirum, því þessi hugmynd var komin inn fyrir: http://betri-hverfi-arbaer.betrireykjavik.is/priorities/740-endurnyja-gongubru-yfir-ellidaa-fyrir-nedan-ogurhvarf Ætli það sé ekki hægt að sameina þær, því saman eru þær með 55 með.
Þessi brú er beinlínis hættuleg.
Sammála þessari hugmynd. Hef sjálf lent í miklum vandræðum með vagna og hjól með börn í barnastól á og farið þá leið að selflytja börn, vagna og innkaupapoka yfir brúnna. Mikil hætta á að missa tökin á vagninum og þar með missa börnin frá sér niður rampanna. Vildi gjarnan geta hjólað/gengið og sótt dóttur mína sem er í leikskóla í Efra-breiðholt en brúin gerir það erfiðara fyrir.
Sammála þessari hugmynd. Hef sjálf lent í miklum vandræðum með vagna og hjól með börn í barnastól á og farið þá leið að selflytja börn, vagna og innkaupapoka yfir brúnna. Mikil hætta á að missa tökin á vagninum og þar með missa börnin frá sér niður rampanna. Vildi gjarnan geta hjólað/gengið og sótt dóttur mína sem er í leikskóla í Efra-breiðholt en brúin gerir það erfiðara fyrir.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation