Stækkun Seljaskóla eða jafnvel nýjan skóla í Seljahverfi

Stækkun Seljaskóla eða jafnvel  nýjan skóla í Seljahverfi

Seljahverfið er dásamlega barnvænt hverfi, enda sækja barnafjölskyldur stíft í að komast í hverfið. Seljaskóli er því miður löngu sprunginn svo nú eru of mörg börn per skólastofu og gripið hefur verið til þess úrræðis að raða stólum, borðum, skúffueiningum og töflum meðfram göngum skólans. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur gert alvarlegar athugasemdir við þetta, enda eiga gangarnir að vera flóttaleið ef til eldsvoða skyldi koma.

Points

Í sumum bekkjum eru yfir 60 börn um eina skólastofu með tilheyrandi óróa og umferð og sama gildir um þau börn sem þurfa að læra á göngum skólans. Þetta kemur niður á líðan barnana í skólanum og námsframvindu. Þar sem skólinn hefur neyðst til að staðsetja borð, stóla, töflur, skúffueiningar og hillur á gangana, er flóttaleið barnanna í eldsvoða orðin mjög þröng og skapar hættu. Einnig hefur skólinn verið mjög sveltur um viðhald. Gólfin minna á bútasaumsteppi og vitað er um leka og rakaskemmdir.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information