Færa þorran af þungaumferð af Suðurgötu.

Færa þorran af þungaumferð af Suðurgötu.

Færa þorran af þungaumferð af Suðurgötu.

Points

Fyrir nokkrum árum var Suðurgata mjókkuð og breytt í einstefnu með það að leiðarljósi að minnka umferð um eina fallegustu götu Reykjavíkur. Þvert á móti loforðum, framkvæmd og beiðni íbúa þá á sama tíma var allri umferð strætisvagna í miðborginni beint í gegnum Suðurgötu. Óupptalið eru allir bílar tengdir ferðaþjónustu og hótelum. Það er miklu betra að beina slíkri þungaumferð á aðalgötur meðfram sjó og inná Hringbraut/Miklubraut, heldur en að skemma gimsteina eins og Suðurgötu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hafa hraðamælingar á Suðurgötu sýnt mikinn hraðakstur þar og voru bílar að mælast allt upp í 60 km hraða á þessari götu sem er einungis 30 km gata. Auk þess sem ég tek undir að takmarka þurfi þunga umferð á götunni (strætó ofl) verður að bæta merkingar í götunni sem gefa það til kynna að þarna er um 30 km hámarkshraða að ræða. Einnig má bæta við hraðahindrun á móts við Suðurgötu 14-16 því bílar gefa oft vel í upp brekkuna í átt að kirkjugarðinum.

Ég er fullkomlega sammála færslu Benstef og vil bæta því við að hávaða- og svifryksmengun við Suðurgötu er langt fyrir ofan það sem eðlilegt getur talist. Einnig er hraðinn heldur mikill en maður heyrir fólk gefa í á bílum og mótorhjólum,svo mikið reyndar að ég heyri reglulega bíla skella uppundir á hraðahindrunum. Ég neyðist til að hafa alla glugga sem snúa að götunni ávalt lokaða, en samt dugir það ekki til og er óþolandi hávaðinn og sótið sem um glufurnar kemur sívarandi vandamál á heimilinu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information