Malbika g

Malbika g

Nú flytur bókasafnið úr kirkjunni í Spöng. Það er laust húsnæði í Hverfoldarverslunarmiðstöðinni þar sem bankinn var áður. Þar væri æskilegt að fá barnabókastofu fyrir börn með foreldrum sínum og leikskólafólki.

Points

Bókasafnið hefur verið hér í nokkurn tíma og gott fyrir fólk hinumegin í hverfinu að fá bókasafnið til sín þar er dvalarstaður aldraðra og það auðveldar þeim til dæmis að nálgast bækur. Okkur hérna megin er þetta mikill missir. Hér er nú kirkjan nánast eina stofnunin sem eftir er. Við viljum halda bókasafni hér a.m.k. fyrir börnin okkar og leikskólabörnin. Þarna mætti einnig koma upp bókakaffi eða slíku með nýjustu bækurnar og barnabækurnar.

Nú eru uppi sterkar umræður um hvað læsi barna hefur versnað og að stór hluti barna getur ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla. Með því að auðvelda börnum aðgengi að lesefni sem og að hvetja foreldra og skóla til að nýta lesefnið með börnunum getum við tekið á þessum vanda. Frábær hugmynd og ég styð hana heilshugar !

Það er mikill missir af bókasafninu þegar það flyst í Spöngina. Börn í Grafarvogi eins og annars staðar á Íslandi ættu að njóta bestu þjónustu í samræmi við nýjustu þekkingu og áherslur í samfélagsmálum. Með því að gera þeim barnabókastofu í heimahverfinu myndum við styðja þau til að ná í bækur og njóta þeirrar menningar sem bókasafn býður upp á. Þau þyrftu ekki að fara langa leið með strætó eða bíl til að ná í bækur og samveru og menningu sem bókasafn býður upp á. Reykjavík er bókmenntaborg.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information