Stjörnubjört Reykjavík

Stjörnubjört Reykjavík

Stjörnubjört Reykjavík

Points

Það gerir mig mjög sorgmædda að það er ekki hægt að sjá stjörnurnar í Reykjavík og öðrum borgum með svona mörg götuljós. Þannig fékk ég þá hugmynd að kannski einu sinni á ári, t.d 26. nóvember vegna þess að það er alltaf svo dimmt á veturna, þá gæti borgin fengið alla til þess að vera heima hjá sér kl.8 kannski og slökkt öll götuljós og þess háttar í kannski 15-30 mínútur. Þá myndu allir sjá stjörnurnar og persónulega finnst mér að þetta myndi gera Reykjavík og alla í henni bjartari.

Eins vel og þetta hljómar þá finnst mér þetta geta skapað mikla hættu í umferð. Á þeim tíma árs sem er hvað mest myrkur í RVK þá eru einnig góðar líkur á því að hálka sé úti og einnig geta börn verið á leik. Ég tel þetta vera hættulega blöndu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information