Gönguljós á Miklubraut við Rauðarárstíg

Gönguljós á Miklubraut við Rauðarárstíg

Frá endanum á Rauðarárstíg við Miklubraut og að Miklubraut 20 / göngustíg yfir í Eskihlíð eru aðeins um 10 metrar. Hinsvegar er ómögulegt að komast þangað yfir enda er girðing í miðjunni og engin gönguljós. Þeir sem eru að ganga/hjóla Rauðarárstíginn og þurfa að komast í Eskihlíð/hlíðarnar (og öfugt) þurfa því að taka lykkju á leið sína og fara yfir á gönguljósunum við Reykjahlíð eða uppá Bústaðavegarbúnna, Hvorutveggja er mjög stór krókur. Gott væri því að setja upp gönguljós á þessum stað.

Points

1. Betra fyrir gangandi og hjólandi að komast frá Rauðarárstíg og yfir í Eskihlíð/ Hlíðarnar (og öfugt) 2. Betri og styttri göngu/hjólaleið niður í miðbæinn fyrir þá sem búa í Eskihlíð og nærliggjandi götum. 3. Betri og styttri göngu/hjólaleið úr MH og niður í miðbæinn. (Eskihlíð er í beinu framhaldi af Hamrahlíð). Ítarefni / sjá mynd : http://1.123.is/FS/2d0e0c6c-4da8-4f73-a760-b93ea6e9812e_L1800.jpg?0.8671320250723511=0.41183969588018954

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information