Kaldan Pott í Breiðholtslaug

Kaldan Pott í Breiðholtslaug

Ég myndi vilja sjá kaldan pott í sundlaug Breiðholts í efra breiðholti. Svona pottar eru komnir í margar laugar í bænum og ég held að þeir njóti töluverðra vinsælda.

Points

Ég er búsettur í breiðholti og fer oft í sund, en ég fer mjög sjaldan í breiðholtslsug þar sem ég fer íLaugardalslaug eða upp í mosó af því þar eru kaldir pottar. Það sem maður verður endurnærður að fara í heitt og kalt til skiptis. Vildi að ég gæti notað sundlaugina í mínu hverfi, kaldan pott í breiðholtið.

Það eru alltaf að koma fram nýjar og nýjar rannsóknir sem sýna fram á það að böð í köldum pottum, sjósund og slíkt hefur mjög jákvæð áhrif á heilsu fólks. Það er hægt að lesa um þetta á mörgum stöðum en t.d. hér http://www.heilsutorg.is/is/frettir/mattur-kalda-vatnsins

Frábær hugmynd. Nýti kalda potta í þeim sundlaugum sem bjóða upp á það. Það væri samt frábært ef það væri aldurstakmark, annars verður þetta leikvöllur fyrir krakka. Hef séð það í mörgum laugum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information