Norðlingaholt - ný göngubrú yfir Bugðu

Norðlingaholt - ný göngubrú yfir Bugðu

Norðlingaholt - ný göngubrú yfir Bugðu

Points

Mig langar að sjá nýja göngubrú yfir Bugðu, svo hægt sé að gera gönguleið sem er í hring, það er svo hægt sé að ganga frá Norðlingaholti yfir í Rauðhóla/Heiðmörk og svo aftur til baka yfir aðra brú en sú sem fyrir er. Þannig verður hægt að ganga yfir í Rauðhóla á einum stað og svo aftur til baka á öðrum stað. Þetta myndi skapa enn meiri útivistarmöguleika í Norðlingaholti og tengja betur holtið við Rauðhóla. Brúin gæti komið upp við Hólmvað, og göngustígur þar yfir í Heiðmörk/Rauðhóla.

Útivist - fyrir alla

Fleiri gönguleiðir, til útivistar.

Flæðilandið austan Bugðu tilheyrir friðlandi Rauðhóla og er mjög mikilvægt griðland fugla. Stígagerð um friðlandið hefði í för með sér umferð sem truflar fugla og varp. Við höfum séð þessa þróun eftir að stígur var lagður um hverfsfriðlandið vestan Bugðu. Þar hef mjög dregið úr varpi fugla enda fá þeir engan frið m.a. vegna þess að hundaeigendur hafa engan hemil á hundum sínum. Því miður yrði það eins í friðlandinu austan árinnar. Náttúruverndarsamtök Íslands hafa bent á mikilvægi svæðisins.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information