Aukin tíðni strætóferða

Aukin tíðni strætóferða

Points

Auknir möguleikar á virkni og þátttöku í samfélagi: meðal þeirra sem ekki eiga bíla vegna verulega bættra samgangna og tímasparnaðar sem leiðir af þeim; meðal þeirra sem losa sig við einkabílinn eða minnka notkun hans, vegna lækkaðra útgjalda. Aukin virkni og auknir möguleikar á henni gerðu borgina að betri stað til þess að búa á og áhugaverðari að koma til. Fyrir utan að teljast kostur í sjálfu sér gæti það aukið tekjur borgarinnar.

Almenningssamgöngur eru partur af mannréttindum svo að fólk komist leiða sinna. Fyrir mér þá eru það skert mannréttindi að strætisvagnaferðir séu ekki í boði fyrir hádegi á sunnudögum og aðeins til kl. 22 á kvöldin. Það kemur í veg fyrir að hægt sé að komast til og frá vaktavinnu nema greiða leigubíl pund af eigin holdi (liggur við), ýmis námskeið, mannafundir, afþreyingar, veislur. Oft þurfa þeir sem ferðast með strætó að hætta við eitthvað af þessu og finnst mér það samfélagslega ömurlegt. Það

Ég skildi það heldur aldrei í sumar þegar strætisvagna fylltust af ferðamönnum af hverju ferðir voru ekki tíðari, seinna á kvöldin og mun tíðari um helgar. Strætó getur ekki verið að tapa svo miklu á þessu, ef nokkru. Ég held líka að fleiri myndu leggja bílnum ef hann væri ekki með svona skerrta þjónustu eins og raun ber vitni.

Einu sinni fékk ég að fara svakalega skautaferð í strætó að vetri til, þegar krap hafði safnast inní strætónum og bílstjórinn rykkti af stað. Mér fannst það bara fyndið, en það eru ekki allir með jafn gott jafnvægisskyn og ungt fólk í æfingu :/

Strætó er kominn með einhvern stimpil á sig sem sísta leið til samgangna í borginni, það er einsog fólk vaði frekar eld og brennistein frekar en taka strætó því að það er búið að stimpla í fólk að það sé dýrt í strætó, leiðirnar séu langar og bílstjórarnir seú allir útlendingar sem ekki geta sagt til vegar fyrir ókunnuga, gamalt fólk veigrar sér við að fara í strætó af því ökumennirnir flýta sér of mikið að taka af stað, gamalt fólk nær ekki að setjast áður en rykkt er af stað, ég sjálf hef oft séð fólk detta og hrasa í strætó, svo vil ég fá næturstrætókerfið aftur, fólk getur ekki sótt fundi eða skemmtanir af ótta við að komast ekki leiðar sinnar á kvöldin með strætó, þetta er skammarlegt núna árið 2012

Almenningssamgöngur eru partur af mannréttindum svo að fólk komist leiða sinna. Fyrir mér þá eru það skert mannréttindi að strætisvagnaferðir séu ekki í boði fyrir hádegi á sunnudögum og aðeins til kl. 22 á kvöldin. Það kemur í veg fyrir að hægt sé að komast til og frá vaktavinnu nema greiða leigubíl pund af eigin holdi (liggur við), ýmis námskeið, mannafundir, afþreyingar, veislur. Oft þurfa þeir sem ferðast með strætó að hætta við eitthvað af þessu og finnst mér það samfélagslega ömurlegt. Það

Sjálfsögð þjónusta við almenning!

Það er mikið hagsmunamál almennings að sú sjálfsagða þjónusta sem strætó er verði aukin og bætt og strætó gerður að raunverulegum valkosti við notkun einkabílsins. Eins og vagnarnir ganga í dag, í þeim skilyrðum sem íslenskur raunveruleiki býður upp á, er raunin allt önnur. Ef ferðum strætó yrði fjölgað myndi stórlega aukast sá fjöldi fólks sem gæti, vildi og nennti að nýta sér þjónustuna. (Sjá upptalningu á kostum í öðrum glugga).

Er hægt að eyða. Átti að vera í "með" dálkinum

Í dag einkennir það kerfi strætó að margir vagnar leggja af stað í einu frá tilteknum stöðum. Þetta er væntanlega gert til að fólk geti skipt um vagn án þess að bíða, en hefur þau undarlegu áhrif að meðalbiðtími, jafnvel á leiðum þar sem margir vagnar koma til greina, er óþarflega hár. Með því að auka tíðnina minnkar þörfin á samstillingu og hægt væri að jafna umferðina um tengipunktana. Meðalbiðtími gæti því lækkað mun meira heldur en einungis sem nemur fjölguninni.

Ég skil þessa stefnu innilega ekki heldur, hún er hreint undarleg.

Svo að við tölum nú ekki um að ef einn vagn er á réttum tíma - annar aðeins of seinn - þá þarftu að bíða í allt að 30 min og ert þar af leiðandi of seinn í vinnuna, skólann eða til tannlæknisins.

Almenningssamgöngur eru partur af mannréttindum svo að fólk komist leiða sinna. Fyrir mér þá eru það skert mannréttindi að strætisvagnaferðir séu ekki í boði fyrir hádegi á sunnudögum og aðeins til kl. 22 á kvöldin. Það kemur í veg fyrir að hægt sé að komast til og frá vaktavinnu nema greiða leigubíl pund af eigin holdi (liggur við), ýmis námskeið, mannafundir, afþreyingar, veislur. Oft þurfa þeir sem ferðast með strætó að hætta við eitthvað af þessu og finnst mér það samfélagslega ömurlegt. Það er ekki bara bagalegt að sleppa vinnu vegna þessa eða námskeiði t.d. heldur er það líka félagslega hvimleitt fyrir einstaklinginn. Ég get ímyndað mér að fyrir eldri borgara, fatlaða og þá sem ekki geta treyst á greiðsemi annarra þá hafi þetta líka djúpstæð áhrif. Við sem erum svo dugleg að fara í strætó er þannig refsað að mörgu leiti. Ég veit ekki til þess að strætó hafi hætt svona snemma að ganga og sleppt svona mikið af helgarferðum frá stofnun strætisvagnakerfisins í Reykjkavík.

a) Bætt þjónusta við almenning b) Fækkun einkabíla og minnkuð notkun þeirra: Auk þess sem minnkaður umferðarþungi leiðir af sér minni mengun*, aukið öryggi og lækkun útgjalda,** yrði hann til bættra samgangna fyrir alla, líka þá sem halda sig við einkabílinn vegna greiðari vega. [*Minni mengun: minni eldsneytisnotkun og -brennsla, minnkað slit á vegum, minna svifryk. **Lækkuð útgjöld: minnkuð þörf á vegaframkvæmdum, minni eldsneytisnotkun (gjaldeyrisútgjöld).]

Betri borg með bættum almenningssamgöngum!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information