Að Skólavörðustígur verði göngugata

Að Skólavörðustígur verði göngugata

Að Skólavörðustígur verði göngugata

Points

Yrði fallega listagata og umferðin mundi hverfa, það er of hraðkeyrsla niður Skólavörðustíginn. Fyrir utan að hún breytist í Menningu og Listagötu. Sem gangangi fólk getur haft mikið gagn af og á sumrin er hægt að vera með trönur og mála úti...

Ekki raunhæft að gera Skólavörðustíg að göngugötu sbr. fyrri mótrök, en gæti verið góð lausn að hafa einstefnu eins og algengt er í þessu hverfi. Þannig mætti útfæra götuna með meira plássi fyrir gangandi og gróður ofl. huggulegt án þess að loka alveg fyrir bílaumferð.

Afsakið... umferð um Hverfisgötuna er ALLTOF þung núþegar... ég keypti húsið mitt þar þegar var gildandi skipulag að gera hana eins og Laugaveg... nema bara ein akrein í hina áttina hlykkjast með trjám o.fl. ... nokkuð sem fauk útaf borðinu án aths. þegar Strætó breytti kerfinu á sínum tíma ... núna er gatan að sligast undan álaginu (sem er mun meira en í gamla Strætókerfinu)...ekki á það bætandi að ætlst til að öll almenn umferð miðbæjar fari þar um! Það býr líka fólk við Hverfisgötuna!

Ég er fylgjandi þeirri hugmynd að gera Skólavörðustíg að göngugötu og þá neðsta hluta Laugavegar (frá Skólavörðustíg að Bankastræti og Bankastrætið. Samhliða því ættu Pósthússtræti og Austurstræti að vera varanlegar göngugötur. Þá er búið að tengja neðri hluta Laugavegar og Skólavörðustíg við Lækjartorg, Hörpu, höfnina og gamla Vesturbæinn. Nauðsynleg forsenda fyrir öllum göngusvæðafantasíum er öflugur, ódýr strætó og gjaldfrír miðborgarstrætó og það virðist erfitt fyrir kjörna fulltrúa!

Það er auðvelt fyrir þá sem geta lagt fyrir utan hjá sér í úthverfum að fylgja þessu. Úthverfabúar myndu láta í sér heyra ef þeir kæmust ekki inn á bílastæðin hjá sér nema á einhverjum ákveðnum tímum. Bíllin þarf að fá sinn sess ef íbúar sem hann nota vilja það. Ef þessi hugmynd á að ná fram að ganga þarf að grafa bílahús undir holtið svo íbúar geti lagt bílum sínum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information