Hundagerði í Árbæ/Norðlingaholt

Hundagerði í Árbæ/Norðlingaholt

Hundagerði í Árbæ/Norðlingaholt

Points

Hundagerði ætti að rísa í Árbæ eða Norðlingaholti fyrir hundaeigendur í hverfinu. Hundagerði eru ekki einungis hagsmunir hundaeigenda heldur eru þau jafnframt leið til þess að minnka lausagöngu hunda og skapa sátt milli allra þeirra sem stunda útivist í hverfinu. Hundagerði gerir ferfætlingunum kleyft að fá útrás í öruggu umhverfi og þeir geta þar af leiðandi notið sín betur utan þeirra.

Hundahald á ekki að vera háð því að eiga bifreið. Þessvegna þarf að koma útivistasvæðum eða hundagerðum fyrir á ákveðnum stöðum í hverfum innan bæjarmarka. Gufunes leifir ekki lausagöngu hunda.

Gufunes er skammt undan. Þeir fjölmörgu hundaeigendur sem ganga með hundum sínum og þrífa upp eftir þá eru ekki til vandræða fyrir útivistarfólk. Þeir hundaeigendur sem ekki nenna út með hundana heldur opna bara dyrnar munu halda því áfram þrátt fyrir hundagerði.

Svona gerði eru ekki hugsuð fyrir skussana heldur einmitt fyrir þá sem að sýna öðrum vegfarendum virðingu og vilja samt leyfa hundinum sínum þann munað (eins og staðan er í dag) að fá að hlaupa lausum. Það á ekki að þurfa sér bílferð til þess að geta sleppt hundinum sínum lausum í smá stund þegar nóg er af góðu svæði í boði. Það er ekki verið að troða neinum um tær með því að útbýta smá svæði í hverju hverfi fyrir hundaeigendur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information