Bekkur við Fiskbúðina Freyjugötu

Bekkur við Fiskbúðina Freyjugötu

Points

Bekkur við skjólgóðan vegg á sólríkum stað við fiskbúðina á Freyjugötu. Hér eiga íbúar leið um, taka spjall saman og versla. Bekkurinn nýtist vel hér. Torgið við Baldursgötu ber ekki skaða, þótt það verði einum bekk færri.

Basic. Yndislegt horn.

Það ætti að vera lítið mál að græja þetta. Hjónin í fiskbúðinni hafa komið fyrir stól inni í búðinni til að heldri viðskiptavinir geti kastað mæðinni. Skemmtilegra væri að hafa bekk fyrir utan þar sem fólk gæti notið sólarinnar auk þess sem enn meira líf væri sjáanlegt á þessu yndislega horni hjá þessari yndislegu búð.

Þegar gengið er upp frá Bergstaðastræti og upp á Freyjugötu er á brattan að sækja. Gamlir og lúnir fætur verða þreyttir. Móðir mín gengur iðulega þessa brekku og þarf að setjast þegar upp er komið. Hún tyllir sér á tröppuna á húsi á Óðinsgötu. Fiskbúðin og Morkinskinna eru samkomustaðir í hverfinu, þar væri upplagt að setja einn af fjölmörgum bekkjum sem nú prýða Baldursgötutorgið. Þá geta þreyttir fætur hvílt sig og gestir á samkomustað tyllt sér.

Það er á brattan brattann að sækja í Þingholtunum og nauðsynlegt fyrir marga að geta sest og kastað mæðinni. Fiskbúðin á Freyjugötu er staður þar sem margir úr hverfinu hittast og spjalla og bekkur þar fyrir utan verður bæði hvíldarstaður fyrir lúna og staður fyrir spjall sem styrkir samkennd.

Basic. Yndislegt horn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information