ábendingasíða vegna öryggismála

ábendingasíða vegna öryggismála

Points

Víða í borginni er öryggi ábótavant svo sem illa hönnum umferðarmannvirki t.d. þar sem gangstétt á gatnamótum enda við götubrún þannig að fólk sést ekki frá götu þar sem t.d. gróður á horni byrgir sýn þó hann sé kannski ekki hærri en 1 meter og börnin þurfa út á götu til að sjá bílana, slysagildrur í skólum, leikskólum og á leiksvæðum, illa upplýstir göngustígar og umhverfi skóla og leikskóla. Íbúar viðkomandi hverfa eru oft best dómbærir á hvað þarf að laga og bæta í sínu hverfi.

Ég held að svona lagað - sem er mjög þarft - gæti orðið hluti af Betri Reykjavík þegar fram líða stundir. Þessi vefur er ungur enn og á eftir að þróast mikið og hratt á næstu misserum.

Sammála þessu. Sjálfur hef ég sent póst á viðkomandi hverfastöðvar með svona ábendingar en aldrei fengið svar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information