Hljóðmön og kjarrgróður

Hljóðmön og kjarrgróður

Fyrir vestan hús við Laugarnesveg númer 41, 43, 45, 47 og 49 er grasbali og stórt hús sem hýsir spennistöð, líklega í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Fyrir e-m árum reyndum við nokkrir íbúar við götuna að fá þarna hljóðmön við Borgartúnið. Ennþá er hávaði frá umferðinni. Væri ekki hægt að setja þarna hæðir og hóla úr jarðvegi og einhver tré og runna plús bekk(i) að setjast á, fyrir gangandi ferðalanga og þá sem vilja horfa á kvöldsólina. Svo mætti fegra, opna eða taka burt spennistöðvarhúsið.

Points

Þessi grasbali gæti orðið lítill útivistargarður fyrir fólk sem fer gangandi þarna um. Auk þess mætti minnka hljóðmengun í nærliggjandi húsum. Væru t.d.glerveggir í Spennistöðvarhúsinu ekki betri en þessir? Þá sæist a.m.k. hvað er þarna inni. Yfir sumartímann ganga fjölmargir upp Borgartúnið með bakpoka á leið á Farfuglaheimilið eða tjaldstæðið. Þeir gætu hvílt lúin bein ef þarna væri smá lundur með kjarri í kring þar sem væri bekkur og kanski borð.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information