Minningarskjöldur um Verkamannaskýlið við Tryggvagötu

Minningarskjöldur um Verkamannaskýlið við Tryggvagötu

Settur verði upp minningarskjöldur um Verkamannaskýlið og fyrstu forstöðumenn þeirra. Texti gæti verið naumur en þó varla minna en 500 stafir. Verkamannaskýlið var athvarf verkamanna við höfnina og var stundum sagt að þar færu fram fundir í Verkamannafélaginu Dagsbrún, svo margir voru verkamennirnir þar. Einnig fóru þar iðulega fram hlutaveltur góðgerðarsamtaka. Fyrstu forstöðumenn Guðmundur Magnússon og Sigríður Helgadóttir 1923-1949. Skýlið stóð þar sem nú er gert ráð fyrir stórhýsi.

Points

Reykjavík er ekki ofhaldin af sögu og minningum um einstaka staði í borginni og slíkur minningarskjöldur er algengur í erlendum borgum. Verkamannaskýlið á merka sögu sem nauðsynlegt er að halda í, það var athvarf verkamanna og var sagt hafa gjörbreytt aðstöðu þeirra við höfnina á sínum tíma. Fyrstu forstöðumennirnir voru velþekkt í borginni og velgjörðarmenn margra sem minna máttu sín.

Það er löngu tímabært að Reykjavíkurborg setji upp minningarskjöld um Verkamannaskýlið og fyrstu forstöðumenn þess sem þjónuðu þar í meira en aldarfjórðung. Samtíma menn voru ekki í vafa um hvílikar hetjur þau Guðmundur og Sigríður voru í starfi sínu fyrir verkamenn. Þetta má m.a. lesa í Alþíðublaðinu 25.feb. 1948 þegar þau höfuð unnið í 25 ár í Verkamannskýlinu. " ..hefur Guðmundur Magnusson veitt því forstöðu allan þann tíma og átt þarna heimili sitt með Sigríði Helgadóttur konu sinni og börnum. Hafa þau bæði unnið ómetanlegt og fórnfúst starf í þágu þúsunda verkamanna, sem notið hafa beina í verkamannaskýlinu, og þótt jafnan hafi verið ónæðissamt á heimili þeirra hjóna, kvarta þau ekki um kjör sín, en eru lífglöð enn í dag."

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information