Hjólaskautahöll í Reykjavík

Hjólaskautahöll í Reykjavík

Engin innanhúss aðstaða er til staðar fyrir hjóla + línuskautaiðkendur í Reykjavík. Erfitt eða ekki hægt að skauta úti yfir stóran hluta ársins. Hjólaskautahöll hefur bæði skemmtana-og forvarnargildi og er opin öllum aldurs-og þjóðfélagshópum. Við skorum á Reykjavíkurborg að opna hjólaskautahöll!

Points

Bæta við síðustu málsgrein (um þemakvöld)

Hægt að leigja út skauta til notkunar (hægt að kaupa gamlan lager af notuðum skautum, eða fá nýja á heildsöluverði frá framleiðanda). Einnig hægt að leigja salinn út í heild sinni til hópa - skólahópar, vinahópar, vinnustaðir gætu komið og fengið kennslu á skautana og skemmt sér. Einnig hægt að hafa þema-kvöld, t.d. 80's kvöld, diskókvöld, o.sfrv., með plötusnúð og selja inn á.

Til eru margar íþróttir þar sem fólk skautar um á hjóla- eða línuskautum. Þar má til dæmis nefna: - Roller Derby (glæný íþrótt á Íslandi) - Hjóla- og línuskautahokkí - Speed skating, þ.e. hjóla- eða línuskautakapphlaup - Jam skating (skautadans) - Listskautar og svona mætti lengi telja þar sem hjólaskautaíþróttir eru mjög vinsælar hjá öllum aldurshópum.

Í Reykjavíkurborg eru 2 ísskautasvell, 1 hjólabrettahúsi + opnum brettagarði, ásamt mörgum aðstöðum til iðkunar á hvers kyns íþróttum. Eitt sem vantar þó er innanhúss hjóla/línuskauta-aðstaða. Hjóla/línuskautar eru góð alhliða hreyfing, og aðgengileg fyrir marga aldurshópa. Yfir meginhluta ársins er þó ekki hægt að skauta úti, vegna veðurs og myrkurs. Gangstéttir geta verið hættulegar skauturum og gangandi vegfarendum.Aðstaðan hefur bæði heilsu,skemmtana-og forvarnargildi.

Startkostnaður við svona aðstöðu væri í lægri kantinum, þar sem það eina sem í raun þarf er ágætlega rúmt ferhyrnt svæði (sem getur verið með gólfdúk, ódýrum við eða þess vegna steypu), rennandi vatn og hiti. Viðhaldskostnaður er lítill miðað við t.d. ísskautasvell. Tilfallandi kostnaður gæti verið kaup á lager af (notuðum eða nýjum). skautum (og mögulega hlífðarbúnaði), sem væru til útleigu. Ekki þarf marga starfsmenn til að sjá um daglegan rekstur á svæðinu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information