Hreinni Reykjavík

Hreinni Reykjavík

Sópa og þvo þarf allar helstu umferðargötur borgarinnar - EKKI bara á vorin heldur einnig á veturna, þegar vel viðrar. Það hlýtur að minnka svifryksmengun og er þar af leiðandi ÖLLUM til góða.

Points

Þetta er góð hugmynd ef hún er fjármögnuð með gjöldum á eldsneyti. Það er algerlega galin hugmynd að þeir sem nota ekki bíl greiði fyrir að þrífa eftir þá og þeir sem keyra mjög lítið ættu að sama skapi að greiða lítið gjald (kaupa minna bensín).

Það þarf ekki nema einn bíl, sem ekur í rennusteininum austur Hring- og Miklubraut til að ryka verulega okkar annars tæra loft. Kannski aka um 20000 bílar um tilteknar götur á einum sólarhring. Það þarf ekki svo marga bíla til að "slangra" út í kanntinn til að nær óbærilegt ryk-loft myndist. Allt of margir hafa ofnæmi fyrir slíku, kvefast og fá ertingu í augu og einnig lungu. Það er kostnaðarsamt að sópa en enn dýrara að margir séu óvinnufærir...

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information