Vistvænt grenndarhús til gleði og gagns.

Vistvænt grenndarhús til gleði og gagns.

Ég valdi hér að ofan málaflokkinn ýmislegt því þessi hugmynd kemur inn á marga málaflokka. Ég bý að Hringbraut 39, friðaðri blokk. Á milli tveggja blokkanna sem hér eru er hjólageymsla áföst. Hún er með dyrum út á götu og út í garð. Gluggar eru á. Nokkuð stórt rými sem er í niðurníðslu. Þetta má gera upp, hafa sem grenndarhús, samkomustað, kaffihúss, vinnustofu, grannar geta leigt lókalið og átt þar huggulegar stundir. Altmuligt-hús. Ég sé þetta fyrir mér efla samskipti allra aldurshópa hverfis.

Points

Rökin mín eru þau að rýmið er á besta stað, aðgengi er gott og það er hægt að gera þetta afar huggulegt. Bjart, hægt að opna út í suðurgarð, gera þar pall þar sem hægt er að sitja úti á góðu dögum. Rækta mætti matjurtir þar fyrir framan og nýta í kaffihúsinu. Ýmis konar starfsemi færi fram í rýminu, allt eftir þörfum hverfisbúa. Eldri borgarar og ungt fólk með börn ætti þarna heima, listamenn, sýningar, upplestur, kóræfingar, föndur; allt væri jafn frjótt og skemmtielgt. Myndi gefa líf og lit.

Hvað finnst ykkur um hugmyndina?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information