Gróðursetningarátak við Bugðu, Norðlingaholti
Alls ekki er lagt til að breyta notkun hverfisverndarsvæðis við Bugðu. Einungis gróðursetning þar sem leyft er samkvæmt skipulagsskilmálum. Ef ekki er svigrúm samkvæmt skipulagi þá fellur þessi hugmynd niður.
"fljótvaxnari tegundum eins og öspum" ekki endilega öspum og jafnframt er tekið skýrt fram að hugmyndin gangi út á að fjarlægja slík fljótvaxnari tré síðar. Ekki er okkar hugmynd að gróðursetja aspir sem fá að vaxa hátt og villt.
Halda áfram með og bæta verulega við þann trjágróður sem nú þegar er. Mun hjálpa gríðarlega til við að brjóta upp vindstrengi inn í hverfið. Hugmyndin gengur út á að gróðursetja blandaðan trjágróður og gott væri að byrja með örlítið stærri tré af fljótvaxnari tegundum eins og öspum sem má svo fjarlægja þegar annar gróður kemst á skrið. Fjármagn vantar til plöntukaupa en gróðursetningin sjálf mætti vera í samstarfi með grunnskóla og leikskóla ásamt öllum þeim sem áhuga hafa. Vor og haust átak.
Konráð Gylfason segir að hugmynd íbúasamtakanna sé ekki að planta hávöxnum gróðri eins og öspum. En það stendur nú samt í tillögunni að hugmyndin sé einmitt að planta öspum!!!. Hvað sem því líður er óheimilt að planta trjágróðri í hverfisfriðlandið og gildir þá einu hvort um er að ræða hávaxinn er lágvaxinn gróður. Þetta ætti Konráð að vita þar sem hann situr í stjórn Íbúasamtaka Norðlingaholts.
Hávaxinn trjágróður meðfram Bugðu myndi skemma mjög svo verðmætt útsýni til Rauðhóla og Bláfjalla.
Gróðursetning raskar því vistkerfi sem fyrir er. Þarna er griðastaður mófugla eins og heiðlóu og spóa.
Í skipulagsskilmálum Norðlingaholts stendur (grein 5.12). "Meðfram ánni Bugðu er stórt svæði sem haldið verður óbreyttu. Þar er óheimilt að planta trjágróðri."
Hugmynd Íbúasamtakanna er að planta lágvöxnum gróðri. Alls ekki hávöxnum gróðri eins og öspum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation