banna hestaumferð í kringum rauðavatn
Afhverju ætti að banna hestaumferð um rauðavatn?
Rauðavatn er frábært útivistarsvæði sem nýtist illa sem slíkt vegna hestaumferðar og óþrifnaðar sem stafar af þeim hestar geta truflast og skapað hættu fyrir gangandi vegfarendur sem vilja njóta útivistar hjá rauðavatni. Færa þarf aðstöðu hestamanna þangað sem þeir trufla ekki íbúa. Breyta núverandi hestastíg kringum rauðavatn í göngu og hjólreiðarstíg.
Hesthúsin eru ekki langt frá og það stendur til að halda Landsmót hér á næsta ári. Það er þegar búið að leggja í heilmikinn kostnað við uppbyggingu á svæðinu þess vegna. Það væri algjör stefnubreyting án minnsta fyrirvara að banna hesta á svæðinu. Ég hef ekki orðið var við annað en að hestamenn sýni manni tillitssemi þegar þeir mæta manni á reiðstígunum. Persónulega finnst mér hestarnir bara vinalegir og mér finnst mun meiri sóðaskapur af hundaskít á gangstéttum en hrossaskít á reiðstígum.
Ohh, ég er að misskilja hvenig þetta er tengt saman, afsakið. Held þessi athugasemd eigi ekki heima hér(sú sem ég ritaði hér að ofan)
Ég styð það að bæta aðstöðu fyrir gangandi og hjólandi en hins vegar er ég ósammála að það verði að koma niður á hestamönnum sem nota þetta svæði mikið og hafa lengi. Það er alveg hægt að gera ráð fyrir öllum á þessu svæði, t.d. með því að leggja góðan göngustíg sem er ekki alveg upp við reiðstíginn, svipað og er nú þegar þeim megin sem suðurlandsvegur liggur. Auk þess er rosalega stórt og víðfermt net af göngustígum í nágrenni Rauðavatns sem eru eingöngu fyrir gangandi vegfarendur. Ef fólk telur sig verða fyrir truflun af því að sjá hestamenn á ferð er alveg kjörið að skoða þá stíga enda að mörgu leiti mun skemmtilegri yfirferðar heldur en stígurinn umhverfis vatnið sjálft.
Það er allt hægt að bæta, en í þessu tilfelli þarf það ekki að koma niður á hestamönnum, sem hafa nýtt þetta svæði í langan tíma. Tek undir með Matthildi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation