Frítt í sund fyrir lágtekjufólk

Frítt í sund fyrir lágtekjufólk

Hugmyndin er sú að sundstaðir borgarinnar verði aðgengilegir fólki sem ekki hefur efni á annarskonar líkamsrækt eða fjölskylduskemmtun í miklum mæli. Með fríu sundkorti getur t.d. einstætt foreldri sem hefur lítið á milli handana og veigrar sér við fjárútlátum bæði stundað líkamsrækt og gert sér glaðan dag með barni/börnum sínum reglulega í stað þess að eyða samverustundum heimavið í sparnaðarskyni. Frítt í sund fyrir fólk sem eyðir launum sínum í nauðsynjar og á ekkert aflögu fyrir afþreyingu.

Points

Nú þegar er frítt í sund fyrir atvinnulausa og þá sem njóta fjárhagsaðstoðar en útivinnandi lágtekjufólk hefur ekki endilega hærri tekjur en þessir tveir hópar og þætti mér því eðlilegt að hægt væri að sækja um frítt sundkort á þeim forsendum að mánaðarlaun fari ekki yfir eitthvað ákveðið mark. Sund er frábær líkamsrækt og það er allra hagur að sem flestir geti stundað reglulega hreyfingu þar sem hún bætir bæði líkamlega og andlega heilsu fólks og ýtir þannig undir sparnað í heilbrigðiskerfi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information