Úlfarsfellsskógur

Úlfarsfellsskógur

Stórefla skógrækt í hlíðum Úlfarsfells og rækt þar mikinn útivistarskóg. "Víða eru hlíðar Úlfarsfells illa farnar, þurrar og snauðar og ekki vanþörf á að rækta þar skóga. Fyrst og fremst hefur verið gróðursett um miðbik svæðisins og eftir eru víðáttumiklar hlíðar að vestan- og austanverðu og eins ofar í fjallinu. Brýnt er að halda áfram því verki sem borgin hóf árið 2008 og búa þannig í haginn fyrir framtíðina." -BORGARSKÓGRÆKT, SAMANTEKT STARFSHÓPS Á VEGUM SKÓGRÆKTARFÉLAGS REYKJAVÍKUR

Points

Með ræktun skógar í hlíðum Úlfarsfells er hægt að bæta enn frekar aðstöðu fólk til útivistar í Úlfarsárdal og á Úlfarsfelli. Skógurinn yrði hluti af græna treflinum sem myndar skjól fyrir borgarbúa.

Góð hugmynd en einnig ætti að horfa til suðurhlíðarinnar í þessu samhengi. Gríðarlega mikið um göngufólk á þessu fallega útivistarsvæði á hverjum degi ársins. Eins myndi skógur á þessu svæði örugglega brjóta vind fyrir hverfið og gera það betra fyrir vikið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information