Fá aftur hefðbundinn götuvita á gatnamót Bústaðav. og Grensásv.

Fá aftur hefðbundinn götuvita á gatnamót Bústaðav. og Grensásv.

Á einhverjum tímapunkti var götuvitinn tekinn og í staðinn sett ljós sem líkjast ljósum fyrir hjólaumferð. Hef margoft orðið vitni að því að næstum verða árekstrar þar sem ökumenn sem koma vestur Bústaðaveg þurfa að styðjast við "hjólaljósin" sem koma til hægri við fyrsta bíl en ekki fyrir framan.

Points

Sammála um að eftir að götuvitinn var fjarlægður þá er maður í stórhættu. Dæmi: Ef ekið er í vesturátt og beygt er til vinstri niður Eyrarland þá er aðeins lítið "hjólaljós" til vinsti við bílinn og nær ómögulegt að sjá það.

Umferð austur Bústaðav fær grænt ljós áfram og líka til vinstri inn á Grensásv.. Fyrsti bíll í vesturátt treystir á flæðið þar sem rauða "hjólaljósið" sést illa (er ekki fyrir framan hann) og fer af stað þegar mótlæg umferð gerir það. Bifreið sem fer inná Grensásv. beygir því í veg fyrir þann sem fer vestur Bústaðaveginn. Þetta er stórhættulegt! Hvet ykkur til að setja aftur upp götuvitann eins og hann var.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information