Gott að vera gangandi í miðbænum!

Gott að vera gangandi í miðbænum!

Gott að vera gangandi í miðbænum!

Points

Hraðakstur er alltof almennur í miðbænum þrátt fyrir að hámarkshraði sé víðast hvar 30km á klst. Þetta veldur því að gangandi vegfarendur eru í stöðugri hættu. Við treystum ekki börnunum okkar úti að leik og gamalt fólk veigrar sér við að vera á röltinu. Spurning hvort eigi að setja þungatakmarkanir og hafa umferðarlögreglu sýnilega í hverfunum. Hún yrði fljót að borga sig upp ef hún mætti sekta!

Í miðbænum ættu gangandi vegfarendur, börn, fatlaðir og hjólafólk alltaf að vera í forgangi hvað snertir umferðarmál. Almenningssamgöngur ættu síðan að vera valkosturinn, en einkabílar óæskilegir. Þess vegna finnst mér líka sjálfsagt að hækka bílastæðagjöld og taka hart á öllum sem leggja ólöglega í miðbænum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information