Setja tónlist í allan miðbæ Reykjavíkur

Setja tónlist í allan miðbæ Reykjavíkur

Points

Stundum vill maður komast burt frá öllu áreiti og hlusta bara á mannlífið.

Eða minnka umferðina og hlusta á vindinn.

Þessi tónlist út um allt er alveg að æra mig -- þó svo að hún sé róleg. Ég vil fá að velja hvað ég hlusta á. Og ég vil get heyrt mínar eigin hugsanir. Tónlistin er slævandi og ég þarf á allri minni athygli að halda þegar sótt er að mér úr öllum áttum með hvers konar áreiti.

Setja upp rólega tónlist í allan miðbæ Reykjavíkur þar sem hengt er upp svona sérstaka hátalara sem gefa góðan hljóm. Þetta á að vera róleg tónlist sem er ekki með neinum söng heldur einungis rólega og lága tóna sem maður heyrir varla neitt í en samt getur maður greint einhverja bylgjuhreyfingu sem gerir það að verkum að umferðin verður ekki einungis það sem maður heyrir. Þetta á að vera tónlist sem hefur róandi áhrif á mann og gerir mann hressari.

Það verður aldrei hægt að finna einhvern almennan tónlistarsmekk sem hentar öllum. Sá sem vill hlusta á tónlist, hvernig sem hún er, getur notað heyrnartól. Það er ekki búið að banna það ennþá.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information