Þorfinnsgötugarðurinn.

Þorfinnsgötugarðurinn.

Að girða og hlúa að reitnum, gera ákjósanlegan sem leik- og íbúavettvang.

Points

Ég hefði haldið að ekki þyrfti að fjölyrða meir um það að nú er þétting byggðar í miðbænum orðin nóg og við íbúar þurfum á grænum svæðum og andrými að halda. Borg án íbúa er lítils virði og við íbúarnir þurfum á litlum grænum blettum, með bekkjum og himinsýn til að njóta heimabyggðar. Þetta finnur maður sérstaklega vel núna í veirufárinu þegar að daglegir göngutúrar eru helst heilsubót okkar. Garðarnir, listaverkin og gróðurinn eru mannbætandi og sálarstyrkjandi.

Þessi fallega græna perla, staðsett við umferð bíla, hjólandi og gangandi, mætti færa á betri stall. Girða þarf reitinn fallega, setja smávegis leiktæki,bekki eða hanna litlar lautir. Hverfið er barnmargt og það vantar vettvang fyrir fólk til að koma með börn sín og hvert hverfi á rétt til slíks svæðis. Fólk á ferð myndi fremur staldra við og hvílast, líka. Fallegt útsýni er frá svæðinu. Garðurinn er rúmlega 70 ára og mætti nefna Helgu Marínargarð e samn. ljósmóður sem reisti Fæðingarheimilið.

Garður sem þarf að efla og planta gróðri, sérstaklega meðfram Snorrabraut, til að fá meiri frið, betri upplifun og fallegra og öruggara umhverfi. Þarf að taka í gegn og gera meira aðlaðandi.

Yndislegur garður sem hlúa mætti að, fallegar hljóðmanir myndu gera heilmikið.

Íbúa Miðborgar er farið að þyrsta í græn svæði. Það hefur verið lokað fyrir útsýni til Esju og sjávar og allt er grátt svo langt sem augað eygir. Aðeins nætursukk blómgast og dafnar og enginn virðist fá gert við því. Eyðileggið ekki þennan litla græna reit.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information