Breyta klukkunni um allavega 2 tíma á veturnar?

Breyta klukkunni um allavega 2 tíma á veturnar?

Breyta klukkunni um allavega 2 tíma á veturnar?

Points

Td. þá er enþá nótt þegar blessuð börnin þurfa að fara í skólann. það er búið að sýna fram á að þetta klukkukerfi er ekki alveg að gera sig hérna á Íslandi.

Er ekki betra að hafa smá birtu seinnipartinn þegar skóli/vinna er búin? Í gær kviknaði á ljósastaurunum fyrir klukkan 18 og það er orðið nokkuð dimmt þegar það gerist. Ef þessi hugmynd yrði framkvæmd hefði verið komið myrkur klukkan 16 og enn á dagurinn eftir að styttast töluvert. Annars á þessi hugmynd frekar heima hér: http://betraisland.is/

Rétt hjá þér.

Já, Ísland er ekki í réttu tímabelti.. það er einhver íhaldsseggur í mér sem mænir á mig og biður mig um að ekki... en lifi byltingin!

Reykjavík er 21° vestur, sem þýðir að það er eðlilegast að við séum UTC+1 (reyndar 1:24, vilji maður vera nákvæmur), en í rauninni eru tímabelti bara ein af mörgum aðferðum til að "spara sólarljós", og meiraðsegja ein sú allra furðulegasta. Mun betri leið er að nota bara þær tímasetningar sem eru eðlilegastar - til dæmis að skóli byrji frekar 9 eða 10 á morgnanna...

Sama hvernig leikið er með klukkuna verður stysti dagur á Íslandi ekki lengri en rétt rúmar fjórar klukkustundir. Sé klukkunni hagað þannig að sól rísi á stytsta degi klukkan hálf tíu, þá sest hún klukkan hálf tvö. Það er engu skárra en að hún rísi hálf tólf og setjist hálf fjögur.

Það munar miklu að fara í vinnuna í björtu þegar raunveruleg klukka er 8 en pólitísk klukka 9:30. Rannsóknir hafa einnig sýnt að þetta rugl með klukkuna hefur slæm áhrif á andlegt og líkamlegt heilsufar fólks.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information