Sömu lög sett á kattahald og hundahald

Sömu lög sett á kattahald og hundahald

Legg til að það verði sett sömu lög um kattahald eins og með hundahald. Semsagt banna lausagöngu katta og setja sömu lög t.d. með gjaldskrá og annað. Allir kettir sem finnast lausir úti verði handsamaðir og eigendur látnir greiða sama gjald og hundaeigendur.

Points

Fólk sem velur að eiga sér gæludýr ætti að bera ábyrgð á því. Finnst ábyrgðarlaust að leyfa dýrinu sínu að ganga frjálst um svæði annara. Margir hverjir kattar eigendur hafa staðfastlega haldið því fram að sínir kettir geri ekki ákveðna hluti, en á endanum eru þetta dýr sem eru ótamin og eftirlitslaus að gera þarfir sínar. Ekkert út á dýrin að setja en full ábyrgð á eigendur.

Lausaganga katta er umhverfisspillandi, þeir eyðileggja eiksvæði og garða með því að gera þarfir sínar hvar sem er líkt og túristarnir. Þar að auki er minnkandi fuglalíf á svæðum þar sem margir kettir ganga lausir. Verst er fyrir fólk með kjallaraíbúðir og á jarðhæð því það er ekki hægt að hafa glugga opinn nema smá rifu, kettirnir koma bara inn og vinna tjón og valda ofnæmi. Kattaeigendur fara oft ekki eftir lögum um að gelda fressketti og heimilislausum köttum fjölgar hratt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information