Hvíldarstaðir fyrir eldri borgara

Hvíldarstaðir fyrir eldri borgara

Ég vil að hugsað sé um velferð og hreysti eldri borgara og gömlu trébekkirnir sem voru notaðir í strætisvagnaskýlin hér áður fái nýtt hlutverk þar sem ég get ekki ímyndað mér að þeim hafi verið fargað og gætu þá orðið til hvíldar eldri borgurum sem geta ekki gengið nema ákveðnar vegalengdir. Margt gamalt fólk hef ég heyrt hryggjast yfir að þurfa að setjast á steina eða kumbalda til að hvílast þegar það gengur um bæinn og eiga erfitt með að ráðast í gönguferðir vegna skorts á hvíldarstöðum.

Points

Uppsetningin á þessari síðu eða þeim hluta hennar sem ég er að skrifa á er hámörkun hálvitagangs, fyrirsláttar og vanvisku. Ég get haldið áfram að röfla um eitthvað sem skiptir engu máli fyrir þá sem skipta engu máli fyrir fólk sem lifir lífi sínu í þessu landi og geri það ef það gagnast málstaðnum. 199 stafir eftir og enginn á eftir að lesa þetta. Er undur þó fólk flýji land eða mæti á Austurvöll og bíði eftir að Ísland verði pólskt? Á ég að trúa að til að þessi ábending gangi upp þurfi 6 staf

Ég bið afsökunar á því að hafa þurft að þjónkast við uppsetningunni á þessari síðu. Mér er nefnilega hjartans mál að hugsað sé um að gamalt fólk geti tekið sér gönguferðir um bæinn og hvílst. Þannig hlutir gleymast oft. Gott væri að grunnskólanemendur myndu sjá um að búa til góða hvíldarstaði fyrir gamla fólkið þannig að þeir myndu virða þá. Á ég þá við að bekkir yrðu ekki málaðir og sóðaðir út. Unglingarnir eru nefnilega veiklyndir eins og við. Þeir vilja gæta verka sinna. Hverfaverndarar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information