Laga gangstétt sem liggur í gegnum Reykjahlíð Kjarvalsstaðamegin

Laga gangstétt sem liggur í gegnum Reykjahlíð Kjarvalsstaðamegin

Gangstéttin liggur að Háteigsveginum og hefur sigið í gegnum árin. Liggur öll á ská og er hættuleg gangandi fólki,hjólandi og fólki með kerru. Stórhættulegt að ganga þessa stétt. Skörð liggja í stéttinni og er ekki bjóðandi.

Points

Sérstaklega mikilvægt að laga þessa stétt í sumar. Það var tillaga um þetta mál í íbúakosningunni en fékk ekki kosningu þar. Margir nota samt þessa stétt því leiðin frá Kjarvalstöðum og inn á Háteigsveg í Holt liggur þar um.

Stéttin er stórhættuleg er öll skökk þar sem gangandi vegfarendur eiga að fara eða fólk með barnavagn eða hjólandi. Sprungin steypa og skörðótt og erfitt um vik að ganga eða maður leggur sig í hættu við það. Tala nú ekki um þegar börnin manns sjö ára eru ein að gangi og gæta ekki vel að sér

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information