Laga göngubrú yfir Elliðaár við Breiðholtsbraut

Laga göngubrú yfir Elliðaár við Breiðholtsbraut

Laga göngubrú yfir Elliðaár við Breiðholtsbraut

Points

Ef í Víðidal, við Breiðholtsbraut er gömul göngubrú. Hún hefur þjónað tilgangi sínum vel en er barn síns tíma og hefur í dag látið mjög á sjá. Tröppurnar upp á hana og niður af henni eru mjög brattar og því er mjög erfitt að fara yfir hana með barnavagn, aftanívagn á hjóli og slysahætta er talsverð þegar það er hált úti. Með því að prjóna við brúnna - lengja aðkomuna (minnka hallann) og breyta örlítið þrepunum til að auðvelda að fara með barna- og hjólavagna yfir hana væri mikill sigur unnin!

þetta er brúin sem er gerð úr burðarbitum fyrir þak og gengið upp á topp þakmænis á bitanum í miðjunni, hvíta brúin nálægt stóru nýju flugvélavængs brúnni og bónus . það mætti þá gera hana eða nýjan ramp reiðhjólafæra í leiðinni , svo mætti hafa rampinn hannaðan til að losna í flóðum og færast nokkra metra og haldið með keðju. en þetta eru nokkuð dýrar lausnir og kannski er þörfin of lítil , maður teymir hjólið yfir , lítið mál.

Rökin á móti eru ekki á móti hugmyndinni sjálfri heldur einni mögulegri útfærsluleið...

Laga!

Þessi brú er það nálægt Elliðavatnsstíflunni að flóð á þessum stað verða ekki nema vegna þess að of miklu vatni er hleypt í gegnum stífluna. Það hefur ekki gerst í áratugi.

nú eru komin þrjú ár síðan þessi tillaga var samþykkt af umhverfis sviði Reykjavðíkur, og ekkert virðist vera að gerast. Það er ekkert vit í að vera lappa upp á þennan þakbita sem hér er verið að kalla brú. Maður kemst varla yfir þarna á vetrum þegar ís leggur í tröppurnar, sem eru svo aldrei mokaðar eða saltaðar. Umferðin yfir þennan þakbita er orðin talsverð, og aðkallandi að fá almennilega göngu og hjólabrú þarna yfir sem fyrst.

Byggja rampa sitthvorumeginn við þannig það sé hægt að hjóla uppá og niðraf. jafnvel væri hægt að breikka brúnna með því að nýta núverandi undirstöður án mikils kostnaðar.

nema kannski hann væri úr stóru stórgrýti eða sterkri steypu eða súlum sem hleypa vatni í gegn eða lægi á ská horni miðað við brúna samsíða ánni og tæki því á sig minna vatn, það koma stór leysingaflóð í ána stundum,

Þessi brú er barn síns tíma en hefur þá verið mikil samgöngubót fyrir svæðið. Ný brú þarf ekki að vera svona há eða svona mjó - hvað þá með tröppum sem eru svo brattar að fólki með barnavagna stafi hætta af. Svo ekki sé minnst á hjólastóla/rafskutlur ef svo ber undir. Þessi brú er allt að því ófær fólki á reiðhjólum með hjólavagna og er slysagildra, sérstaklega í hálku. Ný brú kostar smápeninga í samhengi við hvað þetta yrði mikil bót fyrir útivistastígakerfið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information