Byggja göngubrú yfir Bústaðarveg

Byggja göngubrú yfir Bústaðarveg

það þyrfti 1-2 göngubrýr yfir Bústaðarveginn.

Points

Nægt pláss er fyrir göngubrýr og/eða undirgöng. Því miður eru gönguljós oft falskt öryggi, sérstaklega fyrir börn, því mjög margir ökumenn stoppa ekki á rauðu gangbrautarljósi. Það er m.a. reynslan við Grímsbæ.

Er yfir höfuð pláss fyrir göngubrú á Bústaðarvegi? Væri ekki nær að setja gönguljós og áberandi gangbrautir svona eins og hjá Grímsbæ?

Líklega samt auðveldara að gera undirgöng.

Það er oft þung umferð á Bústaðarveginum og því myndi það minnka líkurnar á slysum að börnin og aðrir gætu gengið yfir brú. Það eru mörg börn sem búa fyrir ofan Bústaðarveginn og fara í íþróttir á hverjum degi í Víkinni, en það vantar örugga leið yfir. Það fer mikil umferð um veginn og er löngu kominn tími á göngubrú.

Þetta er búið að vera baráttumál í hverfinu árum saman en hefur engan árangur borið ennþá. Það hafa áður komið samskonar hugmyndir hér á þessum vef sem hafa hlotið mikinn stuðning en ekkert gerst. Núna er kominn tími til að bæta úr og styð allt sem mögulega getur bætt öryggi þeirra sem yfir Bústaðaveg þurfa að komast. Vek athygli á að mörg hundruð börn þurfa að komast yfir Bústaðaveg á hverjum degi, ýmist til að fara á íþróttaæfingar í Víkinni eða til að komast í og úr Réttarholtsskóla.

Reykjavíkurborg getur valið milli tveggja leiða. Annarsvegar að grafa um það bil 3 göng (sem er mun algengara val hjá Reykjavíkurborg þegar gatan er svo mjó) jafnt á milli Bústaðavegar og halda hámarkshraða Bústaðavegar milli Háaleitisbrautar og Reykjanesbrautar, sem er 50 km/klst. Hinsvegar að gera eins og var gert með Háaleitisbraut milli Safamýrar/Fellsmúla og Safamýrar/Ármúla, þ.e. að þrengja og sveigja götuna til og hafa mikið af hraðahindrunum svo ómögulegt er að halda háum stöðugum hraða.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information