Hlemmur verður lifandi torg

Hlemmur verður lifandi torg

Points

Mikið óskaplega væri skemmtilegt ef Hlemmur væri alvöru torg. Með kaffihúsum og markaði og listagalleríum. Þetta hverfi er svo frábært og hugsið ykkur hvað það væri gaman að labba á milli tveggja torga á sumrin - upp og niður Laugaveginn - rétt eins og á Strikinu í Danmörku.

Hlemmurinn er nokkurs konar Biðsalur deyfðar - lífga upp með hvað leið sem finnst

Þar sem Hlemmur er helsta skiptistöðin og fólk á öllum aldri sem fer þar um þá er deginum ljósara að bjóða þarf uppá viðameiri þjónustu eins og gert er erlendis. En mjög gott væri að breyta umhverfinu einnig. Margt gott hefur verið gert fyrir ofan Hlemm en hálfniðurnýdd stórhýsin í kring gera staðinn drungalegan og óspennandi. Ef möguleiki er á að breyta því e.o. koma meiri birtu að eða yfirbyggja svæðið að hluta þá yrði það stórt skref í rétta átt. En umhverfið þarf líka upplyftingu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information