Selja strætókort og -miða á fleiri stöðum

Selja strætókort og -miða á fleiri stöðum

Selja strætókort og -miða á fleiri stöðum

Points

Nú er aðeins hægt að kaupa miða og kort í sundlaugum og einhverjum fáum útvöldum stöðum. Ef maður er miðalaus og ekki með 350 kall í klinki í vasanum er ekki hægt að hlaupa í strætó. Með því að selja þetta í sjoppum nálægt helstu stoppistöðvum yrði mun auðveldara að hlaupa í strætó fyrir þá sem ekki eru reglulegir notendur.

Ég myndi vilja sjá að Iðan sem er á besta stað í miðbænum, selji allar gerðir miða og korta, í stað dagpassa fyrir túrista einungis eins og mér skilst að þeir geri núna.

Ég er sammála þér Egill að reyna að halda kostnaði í lágmarki. Ég vil hins vegar fara alla leið og gera strætó ókeypis til að spara enn frekar og sleppa allri miðasölu.

Ætti að vera hægt að kaupa í öllum sjoppum!

og jafnvel í sjálfsölum.

Get ekki verið sammála að það sé nægjanlegt að selja í sundlaugum. Og ég sé heldur ekki kostnaðaraukninguna við að selja í sjoppum. Það er ekki eins og starfsmaður borgarinnar þurfa að vinna í öllum sjoppum til að selja miða.

Miðarnir þurfa að vera aðgengilegri. Kortin eru auðveld í pöntun á netinu en það verður að segjast að miðarnir eru mjög óaðgengilegir. Ég vil sjá strætómiða til sölu í háskólum borgarinnar. Háskólarnir eru með mikla umferð fólks bæði í mötuneytum og bóksölum. Sýnilegir strætómiðar á þetta stórum stöðum gera valmöguleikann um strætó aðgengilegri fyrir þá einstaklinga sem óvanir eru strætó og auðveldar til muna þeim að lækka fargjaldið sem nýta sér farkostinn að einhverju leyti, en ekki nóg til að kaupa kort. Það getur ekki verið það dýrt að selja miða (þó ekki nema bara í HR og HÍ) og ég er alveg viss um að það mundi borga sig.

Eða borga í strætó með farsímum? Þannig er t.d. hægt að kaupa miða í bíó.. maður fær strikamerki sem er skannað. Hví er það ekki hægt í strætó?

Reyna á að draga sem mest úr sölu- og markaðskostnaði við strætókort. Þess vegna er það bráðsniðugt og nægjanlegt að selja þau í sundlaugum sem eru frekar útbreiddar á höfuðborgarsvæðinu þar sem þar eru til staðar starfsmenn sem eru þegar á launum hjá sveitarfélögum. Ætti að vera frekar auðvelt fyrir þá sem nota strætó að skipuleggja sig þannig að þeir eigi alltaf strætókort enda mun ódýrara en að kaupa eina ferð. Ef strætó á að vera ódýr ferðamáti þá þarf kostnaður við reksturinn að vera lágur.

Mér finnst verið að selja stræró miða á alltof fáum stöðum , það er verið að koma svo í veg fyrir það að fólk geti sparað sér pening með strætómiðum !

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information