Auðveldum borgarbúum strætóferðir

Auðveldum borgarbúum strætóferðir

1. Gera strætóbílstjórum kleift að gefa til baka 2. Selja strætómiða á fleiri stöðum (Í almennum verslunum!) - Ef leiðir 1. og/eða 2. væru framkvæmdar myndi stórt skref vera stigið í átt að gera strætóferðir einfaldari fyrir hinn almenna borgara. 3. Gera fólki kleift að borga í strætó með SMS - Þetta þarfnast flókinnar vinnu en það myndi borga sig til lengdar 4. Gera fólki kleift að borga með greiðslukorti - Var vissulega reynt en var aldrei klárað.

Points

Af hverju er svona erfitt að taka strætó. Fyrir fólk sem notar ekki strætó sem aðalferðamáta (á strætókort) er vandasamt að nýta sér þjónustuna. Langflestir landsmenn notast við greiðslukort eingöngu. Fæstir eru með klink við höndina í hvert sinn sem þeim dettur í hug að fara eitthvað. Til að stökkva upp í strætó þarf mögulegur viðskiptavinur því líklega að fara í hraðbanka til að taka út pening. Fara svo í búð til að skipta seðlunum í klink. Leiðir 1. og 2. myndu strax auðvelda málin mikið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information