Útskot við strætóskýli

Útskot við strætóskýli

Við Bjallavað eru tvær strætisvagnastoppistöðvar. þar er nóg pláss fyrir innskot svo strætisvagninn stöðvi ekki umferð á meðan hann tekur/skilar farþegum. Á fyrri stoppistöðinni er tímajöfnun strætisvagna og er stórhættulegt að taka fram úr honum þar því yfirsýn er engin fram fyrir vagninn. Ef taka á fram úr er það gert í þeirri von að enginn komi bíllinn á móti á meðan. Seinni stöðin er mun betri hvað varðar að taka fram úr því yfirsýnin er þó nokkur. Besta lausnin er að setja innskot .

Points

Sem vagnstjóri hef ég marg oft keyrt um Norðlingahverfi og séð vegfarendur taka fram úr Strætisvagni, jafnvel þar sem hraðahindranir og þrengingar eru. Það er ljótt að sjá hvernig íbúar Norðlingaholts virða að vettugi þær hraðahindranir sem eru í gildi í hverfinu. Að setja útskot við Bjallavað myndi bara auka hraðann í hverfinu. Þið sem þurfið að fara í gegnum hverfið, virðið hraðann, ykkur liggur ekki lífið á, nógur er tíminn. Leggið tímanlega af stað þá hafið þið nógan tíma.

stórhættulegt að taka fram úr strætó við Bjallavað því yfirsýn er engin fram fyrir vagninn. Ef taka á fram úr er það gert í þeirri von að enginn komi bíllinn á móti á meðan. það er nóg pláss til að gera innskot fyrir strætisv eins og víða í Reykjavík. Þarf að bíða eftir slysi til þess að þetta verði lagað?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information