Næturstrætó

Næturstrætó

Hugmyndin mín er að á föstudögum og laugardögum væri ein ferð á mest notuðu leiðunum í strætó eitthverntíman frá 02:00-03:30 til að gefa fólki kost á að nota strætó í staðin fyrir leigubíl.

Points

Láta allavega einhverjar leiðir ganga lengur, þannig að síðasta ferð sé í fyrsta lagi kl. 01:30 úr bænum, þá er hægt að fá sér kaffi eftir leikhús eða bíó niðri í bæ. Eða skemmta sér og fara á "kristilegum" tíma heim... Finnst það alveg lágmark þar sem hvort eð er verið að þröngva einkabílnum úr miðbænum.

Mér finnst að margir gætu sparað mikið á þessu en það þyrfti öryggisvörð til að hjálpa bílstjóranum með vandræðaseggi.

Í borgum sem við berum okkur saman við úti í heimi hættir strætó ekki að ganga, ferðum fækkar bara. Ég veit að við höfum ekki yfir sama fjármagni að ráða og stórar borgir úti en ferðir í allar áttir á að minnstakosti tveggja klukkustunda fresti myndi bæta þjónustu til muna. Árið er 2014 og hér er fólk að vinna allan sólarhringinn og næturstarfsfólk hefur ekki færi á að taka strætó í og úr vinnu. Það vinna ekki allir Reykvíkingar frá 9-17.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information