Skautasvell á Tjörninni

Skautasvell á Tjörninni

Skautasvell sé búið til og haldið við með marvissum hætti á Tjörninni, m.a. með því að ýta snjó til með léttum vélum eða handhafli, sprauta vatni yfir þegar svellið er ójafnt og hreinsa svellið reglulega. Bæta lýsingu og aðstæður fyrir þá sem koma á skauta. Kynna þessa frábæru útivist fyrir Reykvíkingum og skapa stemningu á Tjörninni! Lítill kostnaður miðaður við verkefnið sem farið er í á Ingólfstorgi á hverjum jólum í samvinnu við stórfyrirtæki.

Points

Einstaklega skemmtilegt umhverfi og færi á að gefa fólki meira pláss til að skauta og einstaka upplifun. Jafnframt engin aðstaða til að stunda hlaupaskauta íþróttina nema á tjörninni, þegar færi gefst. Halda líka áfram með verkefnið á Ingólfstorgi, sem er að verða fastur liður í lífi Reykvíkinga.

Lítill kostnaður, lýðheilsa, útivist - Tjörnin gamall útivistar- og samkomustaður Reykvíkinga.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information